Algengar Spurningar

Bókanir

Ég get ekki bókað ferð?
- Prófaðu annann vafra, vertu viss um að fótspor (cookies) séu leyfðar og framboð í ferðina sé nægilegt.

Er hægt að bóka á staðnum?
 - Já! Við tökum við bókunum í þjónustuhúsinu við Víðgelmi en mælum eindregið með að bóka fyrirfram til þess að tryggja sér sæti í næstu ferð. Hægt að greiða bæði með korti og peningum. 

Ég fékk kvittun en engan aðgöngumiða?
- Þetta er sennilega vafrarinn sem á sök. Kvittun dugar sem aðgöngumiði og staðfesting á bókun. 

Ég bókaði á vitlausum degi/tíma?
 - Það er allt í góðu. Sendu póst á info@thecave.is með breytingum á tíma eða dagsetningu og við reynum okkar besta við að kippa því í lagin. Passaðu að hafa bókunarnúmer í póstinum: CAV-XXXXXXX 

Aðgengi, staðsetning og opnunartímar. 

Hvar á að mæta?
 - 
Ferðir í Víðgelmi hefjast í þjónustuhúsinu við hellinn. Sjá kort HÉR

 4WD eða 2WD ?
 - 
Víðgelmir er aðgengilegur fólksbílum 90% af árinu. Hins vegar, mælum við með 4x4 á veturna. 

 Á hvaða árstíma er opið hjá ykkur?
 - 
Við erum með opið allan ársins hring!

Þátttakendur

Er aldurstakmark í ferðina?
 -  
Það er ekkert aldurstakmark í Cave Explorer ferðina. Hins vegar eru ákveðnar reglur sem gestir með börn verða að fylgja, sem settar eru til að tryggja gæði ferðarinnar fyrir aðra gesti. Ef þið eruð beðin um að yfirgefa hellinn vegna þeirra fáið þið jafnframt fulla endurgreiðslu á ferðinni. 

Hversu erfitt er að fara í hellinn? 
 - Þökk sé góðu aðgengi ætti ferðin að henta flest öllum. Við göngum niður í opið á hellinum með stiga með þó nokkrum stigapöllum og förum sömuleiðis í gegnum hellinn á göngupöllum. Þumalputtareglan er að við förum ekki hraðar en hægasti gesturinn og ættu því allir að geta tekið þátt!

Er afsláttur fyrir nemendur eða eldriborgara? 
 - 
Við höfum ekki veitt slíka afslætti en það sakar ekki að spyrja ef um hópa er að ræða.

Þarf ég að taka með mér sérstakan útbúnað?

Nei, við sjáum gestum fyrir hjálmum og höfuðljósum! Hins vegar mælum við með því að gestir komi í þæginlegum göngu- eða strigaskóm og séu vel búnir fyrir kuldann sem leynist í hellinum. Hitastigið er í kringum frostmark og því ákjósanlegt að klæða sig eftir því.