Staðsetning

Allar ferðir í Víðgelmi hefjast í þjónustuhúsinu við hellisopið. 

Víðgelmir er staðsettur í Hallmundarhrauni í Hvítársíðu og er einungis tveggja klukkutíma akstur frá Reykjavík!

Til að komast á staðinn skal halda í uppsveitir Borgarfjarðar og þegar komið er að Reykholti eru aðeins um 20 mín akstur eftir. 
Hægt er að fara tvær leiðir að hellinum; gegnum Húsafell og yfir Kallmannstunguháls eða yfir Hvítá við Brúarás. 
Skilti vísa veginn frá Húsafelli og alla leið að hellinum. Sé Hvítársíðan farin eru skilti merkt Fljótstungu og þegar nær dregur vísa skilti leiðinna.

 

Google Earth: 64°45'19.7N  20°48'100W
Google Maps: 64°45'11.6"N 20°48'06.7"W 

Ef þú átt í vandræðum með að finna okkur eða hefur aðrar spurningar, endilega hringdu í síma +354 783 3600!